Nýjast á Local Suðurnes

Snjómokstur gengur hægar vegna bilana í tækjum

Snjómokstur hefur gengið hægar í Reykjanesbæ en vonir stóðu til, ástæðan er sú að tæki hafa verið ebila og erfiðlega hefur gengið að færa tæki á milli hverfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu, sem sjá má í heild hér fyrir neðan.

Því miður hefur snjóhreinsun í Keflavík og hluta af Tjarnar-og Dalshverfi ekki gengið nógu vel. Ástæðan er að snjómoksturstæki hafa verið að bila. Unnið er að því að færa til tæki á milli hverfa eins og hægt er.

Það má því alveg búast við því að það náist ekki að hreinsa allar götur í dag eins og vonir stóðu til. Ef allt gengur upp þá mun þetta klárast á morgun.

Við biðjum íbúa að sýna þolinmæði örlítið lengur. Við gerum okkur grein fyrir því að staðan er mjög slæm í mörgum götum.