Nýjast á Local Suðurnes

Eldur í þriggja hæða fjölbýlishúsi

Íbúð í þriggja hæða fjölbýlishúsi á Ásbrú er gjörónýt eftir að eldur kom upp í morgun. Slökkvistarf gekk vel og tók um klukkustund.

Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá helluborði sem gleymdist að slökkva á. Það kemur í hlut Lögreglunnar á Suðurnesjum að staðfesta þá tilgátu, segir í frétt á vef Vísis. Engan sakaði í brunanum.