Nýjast á Local Suðurnes

Mikil þörf á dagforeldrum

Grindavíkurbær auglýsir eftir aðilum til að sinna daggæslu barna í heimahúsi.

Daggæsla barna í heimahúsi er mikilvæg þjónusta gagnvart foreldrum barna sem hafa hug á því að snúa aftur á vinnumarkað við lok fæðingarorlofs. Þá er þjónustan ekki síður mikilvæg til að brúa bilið í þeim tilvikum sem börn verða 18 mánaða eftir að leikskólastarf hefst á haustin. 

Mikil þörf er núna á fleiri dagforeldrum og er eftirspurn mikil.

Grindavíkurbær styður á margvíslegan hátt við starfsemi dagforeldra í sveitarfélaginu: 

a) Með niðurgreiðslum gjalda (kr. 57.000,- fyrir hjón og kr. 68.000,- fyrir einstæða m.v. 8 klst. vistun)

b) Með auknum niðurgreiðslum gjalda vegna barna sem náð hafa 18 mánaða aldri

c) Með stofnstyrk vegna nýrra daggæsluleyfa

d) Með styrkjum til að sækja námskeið til verðandi dagforeldra og dagforeldra með bráðabirgðaleyfi

e) Með árlegum búnaðarstyrk til dagforeldra

f) Með greiðslu á álagi vegna gæslu eigin barna

g) Með greiðslu á húsnæðisstyrk fyrir hvert barn vistun

 Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við Sigurlínu Jónasdóttur, daggæslufulltrúa hjá Grindavíkurbæ í síma 420-1100 eða á netfangið sigurlina@grindavik.is