Nýjast á Local Suðurnes

Stefnir í að Skel muni eignast tæp 50% í Samkaup

Verslun Nettó við Krossmóa

Unnið er að því að ná saman um útistandandi efnisleg atriði í samrunasamningi Samkaupa og fjárfestingafélagsins Skel, en samkvæmt tilkynningu síðarnefnda félagsins til kauphallar er stefnt er að því að greiða úr þeim á næstu dögum.

Ráðgjafar samrunaaðila hafa unnið að fjárhagslegri, skattalegri og lögfræðilegri áreiðanleikakönnunum á Samkaupum og samrunafélögunum. Niðurstöður áreiðanleikakannanna liggja fyrir og undirritaður hefur verið viðauki við viljayfirlýsingu aðila frá 15. maí. Viljayfirlýsing aðila er efnislega óbreytt að öðru leyti en að nú er gert ráð fyrir því að skiptihlutföll í samrunanum verði þannig að hluthafar Samkaupa fái í sinn hlut 52,5% í hinu sameinaða félagi og hluthafar Heimkaupa 47,5%. Áætlaður hlutur SKEL í hinu sameinaða félagi verður 47% en fyrir á SKEL 5% hlut í Samkaup í gegnum Eignarhaldsfélagið Bjarma ehf, segir í tilkynningunni.

Samkaup rekur fjölda verslana um allt land, meðal annars undir merkjum Nettó, Krambúð og Kjörbúð. Skel rekur meðal annars verslunina Prís, netverslunina Heimkaup og Orkuna.