Nýjast á Local Suðurnes

Nokkur fjöldi íbúa á Suðurnesjum skráður á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Nokkur fjöldi íbúa Suðurnesja eru skráðir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, en slíka skráningar gætu haft áhrif á fjárframlög til stofnunarinnar þegar nýtt greiðslukerfi tekur gildi á næsta ári.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum ræddi stöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á síðasta fundi sínum og þá staðreynd að nokkur fjöldi íbúa Suðurnesja eru skráðir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

Framkvæmdastjóra sambandsins var falið að óska eftir upplýsingum frá HSS um fjölda þeirra íbúa á Suðurnesjum sem skráðir eru á aðrar heilsugæslustöðvar en á Suðurnesjum. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvaða áhrif þetta hefur á fjárframlög til HSS á árinu 2021 þegar nýtt greiðslukerfi tekur gildi sem og hvaða áætlanir eru uppi til að fá íbúa á Suðurnesjum til að skrá sig á HSS.