Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega 13 milljarða tap hjá Isavia

Af­koma Isa­via sam­stæðunn­ar var nei­kvæð um 13,2 millj­arða króna eft­ir skatta árið 2020, sem er um 14,4 millj­arða króna viðsnún­ing­ur frá fyrra ári.

Tekj­ur árs­ins námu 14,7 millj­örðum króna, sem er um 62% sam­drátt­ur á milli ára. Staða hand­bærs fjár nam um 9,4 millj­örðum króna í árs­lok 2020.

Þetta kem­ur fram í árs­reikn­ingi Isa­via-sam­stæðunn­ar sem samþykkt­ur var á aðal­fundi fé­lags­ins sem hald­inn var með ra­f­ræn­um hætti í dag, að  því er segirí til­kynn­ingu.

Stærst­an hluta af tekju­sam­drætti sam­stæðunn­ar milli ára má rekja til rekst­urs Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Frí­hafn­ar­inn­ar en farþegum sem fóru um Kefla­vík­ur­flug­völl fækkaði um 81% frá 2019.