Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík tapaði í bikarúrslitum

Njarðvík tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik Geysis-bikarsins í körfuknattleik í dag, 84 – 68. Njarðvíkingar hittu ekki á sinn besta dag á meðan flest gekk upp hjá vel stemmdum og mönnuðum mótherjum.

Mario Matasovic var langbestur í liði Njarðvíkinga að þessu sinni, en hann skoraði  19 stig.

Áhorfendur Njarðvíkinga voru hins vegar frábærir frá upphafi og létu vel í sér heyra.