Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar: “Er hægt að ætlast til að sveitarfélög leysi úr fordæmalausri stöðu?”

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar spyr þingmenn Suðurkjördæmis, í opinni færslu á Facebook, hvort ríkið beri enga ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp á Suðurnesjum, vegna sölu á eignum Þróunarfélags Keflavíkur, Kadeco. Fyrirtækið hefur nú selt nær allar íbúðir sem voru til afnota fyrir varnarliðið, þegar það var hér á landi.

Reykjanesbær þarf að tryggja þeim sem flytja í þessar íbúðir skóla- og leikskólapláss, en sveitarfélagið á sem kunnugt er í nokkrum fjárhagsvandræðum um þessar mundir. Þá er Kjartan Már ósáttur við að engar staðfestar tölur um samsetningu íbúa eða aldursskiptingu. hafi verið lagðar á borð sveitarfélagsins, sem gerir því enn erfiðara um vik að bregðast við þeirri fólksfjölgun sem við blasir.

Pistil Kjartans Más má finna í heild sinni hér fyrir neðan: