Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík og Grindavík unnu fyrri leikina í 8 liða úrslitunum

Grindavíkurstúlkur eru svo gott sem komnar áfram eftir þægilegan 4-0 sigur á útivelli gegn Víkingi frá Ólafsvík. Marjani Hing-Glover skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og þær Sashana Carolyn Campbell og Rakel Lind Ragnarsdóttir sitt markið hvor.

Keflavíkurstúlkur gerðu vel í að koma til baka gegn Tindastóli, en stúlkurnar lentu undir 2-1 á 65. mínútu. Þær náðu svo að skora tvö mörk áður en yfir lauk og sigruðu leikinn 3-2. Katla María Þórðardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Amber Pennybaker skoruðu mörk Keflvíkinga.

Seinni leikirnir fara fram þann 7. september næstkomandi.