Nýjast á Local Suðurnes

Þrír öflugir skrifa undir hjá Víði

Patrik Snær Atlason skrifaði undir sinn fyrsta samning við Víðir en hann kom til liðsins í fyrra og spilaði þá 20 leiki og skoraði í þeim 9 mörk. Patrik er framherji sem hefur meðal annars spilað með Víking Reykjavík uppeldisfélagi sínu, Njarðvík og ÍR.

Jón Tómas Rúnarsson er uppalinn Keflvíkingur sem kom til Víðis á síðasta tímabili. Hann framlengdi samning sinn við Víðir en hann lék 18 leiki fyrir félagið í fyrra. Jón Tómas skellti sér í heimsreisu í vetur og hefur verið að koma sterkur inn eftir heimkomuna, segir í tilkynningu frá Víði. Jón Tómas er varnarmaður og er fæddur árið 1996

Nathan Ward kemur frá GG og skrifaði undir samning við Víðir í dag. Hann kemur frá Skotlandi og er kantmaður fæddur árið 1995. Búsettur í Grindavík. Víðsmenn segja í tilkynningu að Nathan hafi stimplað sig vel inn í liðið í vetur og verður spennnandi að fylgjast með honum.