Nýjast á Local Suðurnes

Portúgölsk landsliðskona til Grindavíkur – Skoraði í fyrsta leik

*

Grindvíkingar helda áfram að styrkja sig fyrir komandi sumar í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, en liðið vann sér sæti í deild þeirra bestu eftir frábært tímabil síðasta sumar.

Carolina Ana Trindade Coruche Mendes er mætt til Grindavíkur og mun taka þátt í gamninu á komandi tímabili, en Carolina er landsliðskona frá Portúgal og hefur spilað 35 landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Hún er miðjumaður/framherji og spilaði síðast með Djurgården í Svíþjóð, en þar áður í Rússlandi og á Ítalíu.

Carolina spilaði sinn fyrst leik fyrir Grindavík gegn Augnabliki í Fífunni í gær og opnaði markareikninginn sinn strax í 3-0 sigri Grindavíkur.