Nýjast á Local Suðurnes

Aukin jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum

Undanfarnar vikur hefur orðið nokkur aukning á jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum og nágrenni hans. Meðal annars varð skjálfti af stærð 4 í lok maí sem átti upptök við Kleifarvatn og fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu.

Í framhaldi slíks atburðar getur spennuástand í jarðskorpunni orðið óstöðugra á stærra svæði í kring. Sögulegar upplýsingar benda til að jarðskjálftar á þessu svæði geti orðið allt að 6,5 að stærð.

Búast má við því að áhrif skjálfta af þessari stærðargráðu í nálægum byggðum þar með talið Reykjanesbæ og Grindavík verði þannig að allir finni jarðskjálftann, margir verði skelkaðir og jafnvel hlaupi út úr húsum.

Þó ekki sé að búast við miklu tjóni á vel byggðum húsum gætu húsgögn hreyfst úr stað og múrhúðun sprungið af veggjum á stöku stað. Þetta er tilkynnt á Facebooksíðu Amannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, þar má finna tilkynninguna í heild sinni. Leiðbeiningar um hvernig megi draga verulega úr hættu af völdum jarðskálfta má svo finna á vef almannavana, almannavarnir.is