Nýjast á Local Suðurnes

Jarðskjálfti upp á 4,2 fannst víða

Nú klukkan 10:32 varð jarðskjálfti af stærð 4,2 um 3 km NV af Gunnuhver á Reykjanesi. Skjálftinn fannst víða á Reykjanesi, m.a. á Veðurstofunni. Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa fylgt.

Niðurstöður jarðskorpumælinga við Þorbjörn sýna að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju. Landrisið er nú hægara en það sem mældist í lok janúar en virðist eiga upptök á svipuðum slóðum. Líklegasta skýringin er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju.