Njarðvíkingar ætla að “rusla” þremur stigum í hús

Njarðvíkingar leika lokaleik sinn í annari deildinni þetta tímabilið gegn Ægi á Þorlákshöfn í dag kl. 14, Ægismenn eru á sömu slóðum og Njarðvík í deildinni en með tveimur stigum minna, það er því að duga eða drepast fyrir Njarðvíkinga ætli þeir sér að halda sæti sínu í deildinni.
Hvernig sem fer í dag ætla Njarðvíkingar að halda lokahóf sitt í kvöld í vallarhúsinu í Njarðvík og er öllum velkomið að kíkja við, segir á Facebook-síðu Njarðvíkinga.
Þá vilja Njarðvíkingar þakka stuðningsmönnum sínum fyrir sumarið:
Við viljum nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem mætt hafa á heimaleiki okkar í sumar svo ekki sé talað um þá sem mæta líka á útileikina líka, segir á Facebook-síðunni.
Njarðvíkingar hafa undirbúið sig vel fyrir leikinn gegn Ægi og miðað við myndina sem fylgir fréttinni er stefnan sett á að “rusla” þremur stigum í hús.