Nýjast á Local Suðurnes

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga

Eld­gos er líklega hafið á Reykja­nesskaga, á svipuðum slóðum og gosið hefur áður. Þetta hafs bæði mbl.is og Vísir fengið staðfest frá Veður­stofu Íslands.

Í samtali við fréttastofu Vísis segir Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofunni, að litlar upplýsingar liggi fyrir að svo stöddu. Þó hafi skjálftar sést við Litla-Hrút undanfarnar tvær klukkustundir.