Nýjast á Local Suðurnes

Kröftugur skjálfti við Þorbjörn

Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 varð um hálf­sex­leytið í morg­un um 1 km norðvest­an við Þor­björn á Reykja­nesi. Skjálft­inn fannst vel í Grinda­vík og víðar á Suður­nesj­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni.

Jarðskjálfta­hrina hófst á svipuðum slóðum eft­ir miðnætti.

Áfram mæl­ist tals­verð jarðskjálfta­virkni á svæðinu, segir í tilkynningunni.