Nýjast á Local Suðurnes

Að duga eða drepast fyrir Keflvíkinga í kvöld

Keflvíkingar verða að leggja allt undir þegar liðið mætir Vikingum í Víkinni í kvöld. Liðið er á botni Pepsí-deildarinnar með aðeins 5 stig þegar mótið er hálfnað. Þessi leikur er líka sérstaklega mikilvægur í ljósi þess að næstu leikir eru gegn sterkum liðum FH og Breiðabliks.

Það er ljóst að Víkingar verða erfiðir heim að sækja enda eru þeir á svipuðum slóðum í deildinni, í þriðja neðsta sæti með níu stig.

Liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar fyrr í sumar á Nettó-vellinum. Víkingar unnu þann leik 3-1 þar sem Hörður Sveinsson skoraði fyrir Keflavík en Davíð Örn Atlason, Igor Taskovic og Ívar Örn Jónsson gerðu mörk Víkings.

Leikurinn í kvöld fer sem fyrr segir fram á heimavelli Vikinga, Vikinni og hefst klukkan 19.15 – Leiknum verður lýst beint á Hljóðbylgunni fm 101,2 og hefst útsendingin kl. 18.