Nýjast á Local Suðurnes

Kristín endurkjörin formaður

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í Njarðtaksgryfjunni í gær. Kristín Örlygsdóttir var endurkjörin formaður deildarinnar.

Ný stjórn deilarinnar var kosin fyrir starfstímabilið 2020-2021 en nýja stjórn skipa eftirtaldir: Kristín Örlygsdóttir formaður, Brenton Birmingham, Vala Rún Vilhjálmsdóttir, Agnar Mar Gunnarsson, Emma Hanna Einarsdóttir, Guðrún Hildur Jóhannsdóttir og Sigrún Ragnarsdóttir. Í varastjórn voru kosin Ásgeir Snær Guðbjarsson, Geirný Geirsdóttir og Hafsteinn Sveinsson.

Mynd: Kkd Njarðvíkur