Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær breytir ráðningarkjörum – Fylgja launavísitölu starfsmanna sveitarfélaga

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 31. ágúst síðastliðinn tillögu um breytingu á ráðningarkjörum þeirra starfsmanna sem áður fylgdu meðaltalshækkun samkvæmt ákvörðun Kjararáðs um laun opinberra embættismanna á þann hátt að þau fylgi framvegis launavísitölu starfsmanna sveitarfélaga. Breytingin er afturvirk og gildir frá 1. mars síðastliðnum.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í febrúar síðastliðnum breytingar á launum kjörinna fulltrúa. Föst laun bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanna hækkuðu miðað við í launavísitölu frá ársbyrjun 2013 í samræmi við það rammasamkomulag sem í gildi er á almennum vinnumarkaði, að frádregnum þeim hækkunum sem orðið hafa á tímabilinu og nam sú hækkun 17.48%.