Nýjast á Local Suðurnes

Wizz bætir í þrátt fyrir hertar aðgerðir

Ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz-air mun hefja flug hingað til lands frá Riga í Lettlandi í október næstkomandi. Flugfélagið tilkynnti þetta á sama tíma og hertar aðgerðir vegna Covid 19 voru boðaðar á Keflavíkurflugvelli.

Fyrsta flugið á milli Riga og Keflavíkur er á áætlun þann 16. október og verður flogið þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.