Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær býður upp á bílabíó

Reykjanesbær fagnar sumarkomu og frídegi verkalýðsins þann 1. maí næstkomandi og verður bæjarbúum meðal annars boðið í bílabíó.

Sýningarnar verða tvær og verður viðburðinn á malarplani á milli Ægisgötu og Hafnargötu 15 – 19.

Tvær sýningar verða haldnar föstudaginn 1.maí:

Kl. 16 – Víti í Vestmannaeyjum
Kl. 20 – Með allt á hreinu

Sýningarnar verða á hágæða 16 m² LED skjá í samstarfi við Sonik og verður hljóðinu streymt í útvarpið í bílnum.

Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og er athygli vakin á að stærri bílar þurfa að vera aftastir á stæðinu.