Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara þriðja fyrir lokagreinina á heimsleikunum

Keppt verður í lokagrein heimsleikanna í crossfit klukkan 19:55 í kvöld, en ekki er búið að tilkynna í hverju verður keppt. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sæti í heildarstigakeppninni fyrir síðustu greinina, 49 stigum á eftir Katrínu Tönju, sem er í efsta sætinu og 38 stigum á eftir Tia-Clair Toomey, sem vermir annað sætið.

Keppnin hefst klukkan 19:55 í kvöld og að venju verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á heimasíðu Crossfit Games.