Nýjast á Local Suðurnes

Frábær árangur hjá 3N í Challenge Iceland

Félagar úr 3N gerðu góða hluti í Challenge Iceland, keppni í hálfum járnmanni, en keppt er í 1900 m sundi, 90 km hjólreiðum og 21 km hlaupi.

Keppnin var haldin í Hvalfirði, synt var í Meðalfellsvatni, hjólað Hvalfjörðinn og hlaupið við Meðalfellsvatn.

Þrír keppendur frá 3N tóku þátt í einstaklings hluta keppninar, Rafnkell Jónsson sem landaði fyrsta sæti í flokki 50-54 á tímanum 5:19:43, Klemenz Sæmundsson, sem endaði í 5. sæti í flokki 50-54 á tímanum 5:40:55 og Heimir Snorrasson sem lenti í 8. sæti í flokki 50-54 á tímanum 6:17:06

Tvö lið tóku þátt í liðakeppninni á vegum 3N, í karlaflokki kepptu “Shut up both legs” ( Sund Benedikt Sigurðsson, hjól Runar Helgason og  hlaup Baldur Sæmundsson ) – Þeir félagar enduðu uppi sem sigurvegarar á tímanum 5:28:45. Og í kvennaflokki kepptu stúlkurnar undir nafninu “Shut up legs” ( Sund Jóna Helena Bjarnardóttir, Hjól Þurrý Árnadóttir, Hlaup Daria Łuczków ) – Þær stöllur enduðu í öðru sæti á tímanum 5:45:37.