Nýjast á Local Suðurnes

Grannaslagur í Dominos-deildinni á fimmtudag

Það var hart skotið á Snappinu þegar liðin áttust við á síðasta tímabili

Keflavíkingar taka á móti grönnum sínum úr Njarðvíkunum í Dominos-deild karla í körfuknattleik annað kvöld, fimmtudaginn 5. janúar í TM höllinni í Keflavík. Tveimur stigum munar á liðunum í deildinni, Keflvíkingar eru sem stendur í 8. sæti með 10 stig, en Njarðvíkingar í því næst neðsta með 8 stig.

Þó óvanalegt sé að þessi lið mætist í botnslag má búast við hörkuleik, enda mikið í húfi. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Grindvíkingar leika gegn Þór Þorlákshöfn á föstudag, í Þorlákshöfn og hefst sá leikur einnig klukkan 19:15.