Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík fær sæti í úrvalsdeild

Mynd: Skjáskot/RÚV

Njarðvík mun taka sæti í úr­vals­deild kvenna í körfuknattleik á næsta tíma­bili. Njarðvík sem tapaði fyrir Grindavík í spennandi úrslitaeinvígi um sæti í deildinni, hef­ur þekkst boðið um að taka sætið, eftir að Snæfell ákvað að draga lið sitt úr keppni.

Hann­es S. Jóns­son, formaður Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands, staðfesti þessa tilhögun í sam­tali við mbl.is.