Nýjast á Local Suðurnes

Skipulagsbreytingar hjá skóla- og félagsþjónustu Grindvíkurbæjar

Í kjölfar skoðunar Grindavíkurbæjar á hvort skynsamlegt væri að endurmeta skipulag skóla- og félagsþjónustu sveitarfélagsinsvoru gerðar tillögur um breytt skipulag á málaflokknum og þær lagðar fram í fræðslu-nefnd og félagsmálanefnd, auk bæjarráðs.

Helstu breytingar samkvæmt nýju skipulagi eru eftirfarandi:

• Ingibjörg María Guðmundsdóttir, sálfræðingur tekur við aukinni ábyrgð og verkefnum í þjónustu við grunnskóla, þ.m.t. ráðgjöf og eftirlit með faglegum þáttum skólastarfsins.

• Hanna D. Bizouerne hefur verið ráðin í 50% starfshlutfall sálfræðings með þau meginverkefni að sinna greiningu og ráðgjöf barna í leik- og grunnskóla, auk eftirfylgni með úrbót-um og mati á árangri.

• Sigurlína Jónasdóttir, hefur verið ráðin í 60% starfshlutfall leikskólafulltrúa og sinnir að meginstefnu til sömu verkefnum og fráfarandi leikskólafulltrúi, þ.m.t. starfi daggæslufulltrúa sveitarfélagsins. Kemur hún til með að hefja störf 1. nóvember nk og verður kynnt í næsta blaði.

• Þá hefur verið ráðin til starfa hjá sveitarfélaginu Hildigunnur Kristinsdóttir, talmeinafræðingur í 40% starfshlutfalli en þeirri þjónustu var áður sinnt á grundvelli verksamnings. Með tilkomu ráðningarsambands liggur fyrir að unnt sé að auka þennan þjónustuþátt frá því sem var. Að auki verður aðgengi foreldra að þeirri þjónustu talmeinafræðings sem sinnt er á grundvelli sjúkratrygginga greiðari en áður þar sem viðkomandi talmeinafræðingur kemur til með að bjóða upp á slíka þjónustu innan marka sveitarfélagsins.

Þegar framangreindu sleppir er enn svigrúm til að ráða í stöðu sérfræðings hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins og hefur verið auglýst eftir starfsmanni með mikla reynslu af vinnslu barnaverndarmála auk þess að geta sinnt sértækri foreldraráðgjöf á grundvelli hugmyndafræði PMTO.

Samhliða hefur ábyrgð á sértækri þjónustu gagnvart fötluðum börnum verið færð undir verksvið Hlínar Sigurþórsdóttur, þroskaþjálfa en þar er m.a. um að ræða þjónustu stuðningsfjölskyldna, skammtímavistanir, sumarúrræði, auk sértækrar ráðgjafar.