Nýjast á Local Suðurnes

Alþjóðlegt pílukastmót í Reykjanesbæ – Fjöldi erlendra keppenda taka þátt

Icelandic Open alþjóðlegt pílumót verður haldið í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar um páskahelgina. Um er að ræða eitt stærsta mót sem haldið hefur verið hér á landi, en gert er ráð fyrir um 100 þátttakendum, þar af um 30 erlendum.

Mótið verður haldið í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar að Hrannargötu 6 dagana 14. – 16.apríl og  uppstillingin þannig að gestir mæta á föstudagskvöld í mót sem kallast blind draw, sem er einskonar æfinga kvöld fyrir aðalmótið (IcelandicOpen) sem haldið á laugardeginum 15. apríl og byrjar kl 11:00. Á sunnudagsmorgninum er svo tvímenningur haldinn.

Mótið er haldið í samstarfi við Íslenska pílukast sambandið