Nýjast á Local Suðurnes

Sjö Suðurnesjalið á fullri ferð í bikarviku – Allt um Geysisbikarinn hér!

Bikarhátíð KKÍ og Geysis bílaleigu fer fram í vikunni þegar leikið verður til úrslita í öllum flokkum í Geysisbikarnum dagana 13.-17. febrúar í Laugardalshöllinni í glæsilegri umgjörð.

Suðurnesjaliðin eiga að venju nokkra fulltrúa í úrslitum bikarkeppninnar, en fjögur lið frá Njarðvík, tvö frá Keflavík og eitt frá Grindavík mæta á fjalir Laugardalshallarinnar og freista þess að ná í verðlaun.

Njarðvíkingar fá allan ágóða af miðasölunni á leik liðsins gegn KR-ingum í undanúrslitunum í meistaraflokki karla og því mikilvægt að stuðningsmenn liðsins fjárfesti í miðum með því að notast við slóðina hér fyrir neðan:

https://tix.is/is/specialoffer/elyyq3j3kssug

Þá mun Shuttle Iceland bjóða upp á sætaferðir á leikinn fyrir stuðningsmenn Njarðvíkurliðsins. Almennt sætaverð með Shuttle Iceland verður 1.500 kr. á mann og verður lagt af stað frá Ljónagryfjunni kl. 18.30 á leikdegi. Bóka þarf sæti hjá info@shuttle.is og fá staðfestingu um að sæti hafi verið skráð á viðkomandi. Hægt er að senda inn bókanir núna.

Stuðningsmenn Njarðvíkur geta svo styrkt lið sitt enn frekar og geta á leikdegi komið saman frá kl. 19:00 í anddyri nýju Laugardalshallarinnar. Þar verða stuðningsmannabolir til sölu en bolurinn kostar 3.000 kr. Þeir sem vilja kaupa boli áður en haldið verður í Laugardalshöll á fimmtudag geta haft samband í síma 8681061 (Jón Björn)

Miðaverð á úrslit yngri flokka er 1.000 kr. við hurð á leikdegi (eitt verð fyrir bæði fös. og sun.)

Allir leikir vikunnar verða sýndir, bæði á RÚV og RÚV2 og einnig verða leikir á SportTV.is frá úrslitaleikjum yngri flokka.

Dagskrá Geysisbikarsúrslitanna 2019:

Miðvikudagur 13. febrúar
17:30 · Undanúrslit kvenna: Breiðablik-Stjarnan · Beint á RÚV2
20:15 · Undanúrslit kvenna: Valur-Snæfell · Beint á RÚV2

Fimmtudagur 14. febrúar
17:30 · Undanúrslit karla: Stjarnan-ÍR · Beint á RÚV2
20:15 · Undanúrslit karla:  Njarðvík-KR · Beint á RÚV2

Föstudagur 15. febrúar
18:00 · Úrslitaleikur · 10. flokkur stúlkna: Grindavík-Njarðvík · Beint á SportTV.is
20:15 · Úrslitaleikur · 10. flokkur drengja: Fjölnir-Stjarnan · Beint á SportTV.is

Laugardagur 16. febrúar
13:30 · Úrslitaleikur kvenna · Beint á RÚV
16:30 · Úrslitaleikur karla · Beint á RÚV

Sunnudagur 17. febrúar
10:00 · Úrslitaleikur · 9. flokkur drengja: Haukar-Stjarnan · Beint á SportTV.is
12:20 · Úrslitaleikur · Stúlknaflokkur: Keflavík-KR · Sýndur beint á RÚV
14:35 · Úrslitaleikur · Unglingaflokkur karla: KR-Njarðvík · Sýndur beint á RÚV
16:50 · Úrslitaleikur · Drengjaflokkur · Beint á SportTV.is
19:00 · Úrslitaleikur · 9. flokkur stúlkna: Keflavík-Njarðvík · Beint á SportTV.is