Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir leiguhúsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu

Grindavíkurbær óskar eftir upplýsingum um mögulegt leiguhúsnæði (íbúð/herbergi) eða endurgjaldslaus afnot af húsnæði í sveitarfélaginu þar sem íslensk stjórnvöld vinna nú að undirbúningi móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

Þau sem hafa upplýsingar um slíkt húsnæði eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við Grindavíkurbæ með því að senda upplýsingar á netfangið grindavik@grindavik.is.
Vinsamlegast takið fram í tölvupóstinum hver sé eigandi húsnæðisins, stærð þess, fjölda svefnherbergja og áætlað leiguverð.