Lögreglan á Suðurnesjum kemur að greiningarvinnu vegna Covid 19
Fulltrúar frá lögreglunni á Suðurnesjum taka þátt í vinnu við að kortleggja ferðir manns sem greindist fyrstur Íslendinga með Covid19 – veiruna.
Þetta kom fram í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins, en þar sagði að mikil vinna hafi verið lögð í það að rekja ferðir mannsins og koma rannsóknarlögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunni á Suðurnesjum og greiningardeild ríkislögreglustjóra að þeirri vinnu ásamt heilbrigðisstarfsmönnum.