Nýjast á Local Suðurnes

Vallarhús víkur fyrir uppbyggingu

Umhverfissviði Reykjanesbæjar hefur verið falið að fjarlægja húsnæði á Vallarbraut 12, gamla vallarhús Knattspyrnudeildar Njarðvíkur. Húsið stendur á lóð í eigu Klasa og stefnir fyrirtækið á frekari uppbyggingu á svæðinu.

Húsið verður auglýst til sölu en ef ekki tekst að selja það verður húsið rifið. Kostnaður við verkið er ekki ljós, en takist að selja húsið er mögulegt að hagnaður verði af framkvæmdinni samkvæmt bréfi Umhverfissviðs til bæjarráðs sem heimilaði niðurrif / sölu á húsinu.