Nýjast á Local Suðurnes

Flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum um borð í vélinni

Pakki sem innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum fannst um borð í fraktflugvé UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun barst. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð segir í tilkynningu lögreglu.

Aðgerðum lögreglu lauk klukkan korter yfir átta í morgun.

„Vinna sprengjusérfræðinga sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar gekk vel og pakkinn fannst eftir leit. Pakkinn var tekinn til frekari skoðunar, þar sem við gegnumlýsingu komu í ljós að hann innihéldi torkennilega hluti,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst fyrir skömmu. 

Við nánari skoðun kom í ljós að flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum væru í pakkanum. Enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð og er lögreglan á Suðurnesjum með málið til rannsóknar.