Keflvíkingar hefja leik í Lengjubikarnum á sunnudag
Undirbúningstímabilið fyrir knattspyrnuna er í fullum gangi hjá Suðurnesjaliðunum um þessar mundir. Keflavíkingar hefja leik í Lengjubikarnum á sunnudag þegar þeir taka á móti ÍBV í Reykjaneshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 14.
Keflvíkingar leika í riðli 1 í A-Deild að þessu sinni en í riðlinum eru auk Keflvíkinga og Eyjamanna lið Stjörnunnar, Fram, Vals og Hugins.
Leiktíma Keflvíkinga má finna hér.