Öryggisvistun enn á borðinu
Greinargerð vegna verkefnis sem snýr að öryggisvistun var lögð fram á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar, sem fól Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita greinargerðina fyrir hönd bæjarráðs og senda til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins.
Ekki kemur fram í fundargerðum um hvað nákvæmlega greinargerðin snýr, en valkostagreining á lóð undir vistun af þessu tagi hefur staðið yfir undanfarin misseri og hefur bæjarstjóri farið fyrir málinu fyrir hönd Reykjanesbæjar.
Áður hafði Reykjanesbær samþykkt að úthluta lóð undir slíka starfsemi í Innri-Njarðvík við litla hrifningu íbúa.