Nýjast á Local Suðurnes

Hlutfall atvinnulausra eykst hratt í Reykjanesbæ – Stofna átakshóp

Atvinnuleysistölur í Reykjanesbæ voru lagðar fram og ræddar á síðasta fundi Menningar- og atvinnuráðs sveitarfélagsins, en hlutfall atvinnulausra eykst hratt í sveitarfélaginu um þessar mundir og er nú komið yfir 10%.

Ráðið leggur til að skipaður verður átakshópur starfsfólks og nefndarmanna í því skyni að leita lausna vegna þessa mikla atvinnuleysis sem nú er í Reykjanesbæ. Markmið er að skapa stöðugra og fjölbreyttara atvinnulif til framíðar.

Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan eykst hlutfall atvinnulausra hratt í Reykjanesbæ.

p