Nýjast á Local Suðurnes

HM bikarinn lentur í Keflavík – Myndir!

Flugvél ávegum bandaríska gosframleiðandans Coca Cola lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun, en um borð var meðal annars hinn eini sanni HM bikar, sem hampað verður í Rússlandi í sumar.

Bikarinn kemur til Íslands á vegum Coca Cola World Cup Trophy Tour en Ísland er eitt af rúmlega 50 löndum sem bikarinn ferðast til í aðdraganda heimsmeistaramótsins í fótbolta. Með heimshornaflakki sínu vilja Coca Cola og FIFA bjóða aðdáendum að sjá með eigin augum þennan virta bikar, þann sama og er veittur heimsmeisturum hverju sinni. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir íslenska fótboltaaðdáendur til að sjá þennan táknræna grip. Bikarinn verður til sýnis í verslunarmiðstöðinni Smáralind.