Nýjast á Local Suðurnes

Ingvar og Arnór Ingvi í FIFA 18 – Sjáðu hvernig þeir líta út!

Vinsælasti knattspyrnuleikur heims, FIFA 18, kemur út í lok mánaðarins og eins og flestum ætti að vera kunnugt er íslenska karlalandsliðið með í leiknum að þessu sinni.

Youtube-rásin „FIFA All Stars” nældi sér í eintak af leiknum og hefur hlaðið upp myndbandi þar sem sjá má hvernig flestir leikmenn íslenska landsliðsins líta út í tölvuleikjaformi, þar á meðal Suðurnesjamennirnir Arnór Ingvi Traustason og Ingvar Jónsson.

Útkomuna má sjá hér fyrir neðan: