Vilja kaupa kísilver USi og setja upp erlendis
Alþjóðlegur hópur fjárfesta hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa þá innviði kísilverksmiðju United Silicon sem eru í nothæfu ástandi og flytja til uppsetningar erlendis.
Þetta kemur fram á vef mbl.is og herma heimildir mbl að fjárfestahópurinn hafi einnig áhuga á að ráða hluta af starfsfólkinu sem vann í kísilverinu til þess að flytja búnaðinn og koma honum fyrir þar sem verksmiðjan á að rísa.
Grunnverðið mun endurspegla ástand búnaðarins og mun hópurinn leitast við að semja um árangurtengdar greiðslur til þrotabús United Silicon. Þær greiðslur munu ráðast af því hvernig gengur að setja upp verksmiðjuna og framleiða á nýju staðsetningunni.