Nýjast á Local Suðurnes

Vilja kaupa kísilver USi og setja upp erlendis

Alþjóðleg­ur hóp­ur fjár­festa hef­ur lýst yfir áhuga á því að kaupa þá innviði kís­il­verk­smiðju United Silicon sem eru í not­hæfu ástandi og flytja til uppsetningar erlendis.

Þetta kemur fram á vef mbl.is og herma heimildir mbl að fjár­festa­hóp­ur­inn hafi einnig áhuga á að ráða hluta af starfs­fólk­inu sem vann í kísilverinu til þess að flytja búnaðinn og koma hon­um fyr­ir þar sem verk­smiðjan á að rísa.

Grunn­verðið mun end­ur­spegla ástand búnaðar­ins og mun hóp­ur­inn leit­ast við að semja um ár­ang­urtengd­ar greiðslur til þrota­bús United Silicon. Þær greiðslur munu ráðast af því hvernig geng­ur að setja upp verk­smiðjuna og fram­leiða á nýju staðsetn­ing­unni.