Nýjast á Local Suðurnes

Lítilli hækkun á fjárframlögum til skóla í Reykjanesbæ – Launahækkanir hafa áhrif á reksturinn

Sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, Helgi Arnarson, kynnti á dögunum fyrstu tillögur að fjárhagsramma fræðslusviðs fyrir árið 2017.  Fjárhagsramminn var kynntur á fundi fræðsluráðs, en á fundinn voru mættir áheyrnarfulltrúar úr hópi skólastjórnenda í Reykjanesbæ.

Áheyrnarfulltrúi grunnskólastjóra lýsti áhyggjum sínum yfir hversu lítil hækkun er á fjárhagsramma miðað við síðasta ár vegna nýrra kjarasamninga grunnskólakennara og vísitöluhækkunar um áramót.