Nýjast á Local Suðurnes

Abltak bauð lægst í niðurrif á gömlu flugstöðinni

Mynd: Skjáskot Google

Verktakafyrirtækið Abltak ehf. bauð lægst í niðurrif á Háaleitishlaði 10 á Keflavíkurflugvelli, en um er að ræða byggingu sem upphaflega hýsti flugstöð. Fyrirtækið bauðst til að vinna verkið fyrir 91.371.000 krónur.

Frá þessu er greint á vefnum Byggingar.is, en þar kemur fram að tvö önnur tilboð hafi borist í verkið, frá verktafyrirtækinu Ellert Skúlason ehf., sem bauð 98.684.000 krónur og Work North ehf., sem bauð tæplega 180 milljónir króna í verkið.