Nýjast á Local Suðurnes

Veglegur þjónustusamningur Grindavíkurbæjar við Björgunarsveitina Þorbjörn

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkur, Harpa Hauksdóttir, formaður Þórkötlu, Otti Sigmarsson formaður unglingadeildarinnar Hafbjargar og Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, skrifuðu undir þjónustusamning á milli Grindavíkurbæjar og björgunarsveitarinnar Þorbjörns á opnunarkvöldi Sjóarans síkáta síðastliðið föstudagskvöld.

Samningurinn er einkar veglegur og tryggir björgunarsveitinni rúmar 20 milljónir á samningstímanum. Undanfarin ár hefur björgunarsveitin komið með virkum og miklum hætti að undirbúningi Sjóarans síkáta og á því var engin undantekning í ár.

Þá er sveitin einnig ómissandi öryggisþáttur í starfi sjómanna, en á sjómannadaginn fékk sveitin nýjan slöngubát afhentan frá Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur.