Nýjast á Local Suðurnes

Vilja breyta veitingastað í gistiheimili

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók fyrir fyrirspurn eigenda Hafnargötu 39 varðandi breytingar á húsnæðinu, úr veitingastað í gistiheimili.

Í dag eru leiguíbúð og veitingastaður í húsnæðinu, segir í fylgigögnum, en óskað var heimildar til að breyta veitingastaðnum í gistiheimili með fjórum herbergjum, forgarð að Hafnargötu.

Ráðið samþykkti að senda erindið í grenndarkynningu.