Flutningabíll endaði út í móa í fljúgandi hálku
Flutningabíll með tengivagn fór út af veginum á milli Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ rétt fyrir klukkan 10 í morgun, en mikil hálka er á veginum.
Eftir því sem næst verður komist urðu ekki meiðsl á fólki.