Nýjast á Local Suðurnes

Fjölga stöðugildum á velferðarsviði – Mikið álag á starfsfólki

Starfsfólki verður fjölgað á velferðarsviði Reykjanesbæjar í kjölfar þess að álag á starfsfólk sviðsins mældist töluvert yfir viðmiðunarmörkum í nýlegum mælingum.

Bæjarráð samþykkti beiðni stjórnenda sviðsins um fjölgun stöðugilda í þjónustueiningu á fundi sínum í gær. Ráðið samþykkti í febrúar síðastliðnum að ráðast í úttekt starfsemi og starfsumhverfi sviðsins, sérstaklega með með tilliti til umræddrar álagsmælingar. Búast má við niðurstöðum úr úttektinni á vormánuðum.