Nýjast á Local Suðurnes

Mikið álag á starfsfólki barnaverndar

Niðurstöður álagsmælingar starfsmanna barnaverndar Reykjanesbæjar sem gerð var í nóvember 2021 voru kynntar á fundi barnaverndarnefndar þann 6. Desember síðastliðinn. Þar kom fram að tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað verulega og að mikið álag sé á starfsfólki.

Mikið álag er á starfsmönnum barnaverndar hjá Reykjanesbæ og hefur tilkynningum fjölgað verulega frá síðustu álagsmælingu. Unnið er að því að leita leiða til þess að minnka álagið með margvíslegum hætti. Þá skiptir miklu máli að tvö stöðugildi hafa verið samþykkt frá og með janúar og út árið 2022. Barnaverndarnefnd leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir þessum stöðugildum í fjárhagsáætlun til framtíðar, segir í fundargerð nefndarinnar.