Nýjast á Local Suðurnes

Lengri bið eftir þjónustu á bráðamóttöku

Lengri bið er nú eftir þjónustu á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem skýrist meðal annars af miklu álagi á bráðamóttökuna þar sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda og sjúkradeild er yfirfull.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSS, sem sjá má hér fyrir neðan:

Landspítali var færður á neyðarstig þann 25.febrúar.
Það hefur þau áhrif á HSS að lengri bið er eftir því að fá skjólstæðinga sem þurfa meiri þjónustu færða þangað.

Af þeim sökum er sjúkradeildin yfirfull og mjög mikið álag á bráðamóttöku.

Fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda og því er álagið á heilbrigðisþjónustuna óheyrilegt.

Biðlum til skjólstæðinga að sýna þessu ástandi skilning. Þeir sem eru bráðveikir ganga fyrir.