sudurnes.net
Lengri bið eftir þjónustu á bráðamóttöku - Local Sudurnes
Lengri bið er nú eftir þjónustu á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem skýrist meðal annars af miklu álagi á bráðamóttökuna þar sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda og sjúkradeild er yfirfull. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSS, sem sjá má hér fyrir neðan: Landspítali var færður á neyðarstig þann 25.febrúar.Það hefur þau áhrif á HSS að lengri bið er eftir því að fá skjólstæðinga sem þurfa meiri þjónustu færða þangað. Af þeim sökum er sjúkradeildin yfirfull og mjög mikið álag á bráðamóttöku. Fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda og því er álagið á heilbrigðisþjónustuna óheyrilegt. Biðlum til skjólstæðinga að sýna þessu ástandi skilning. Þeir sem eru bráðveikir ganga fyrir. Meira frá SuðurnesjumTómur kofi hjá björgunarsveit – Skilum krossvið og böndumNáttúrufegurð Reykjaness fær að njóta sín í nýju tónlistarmyndbandi Gretu SalómeNokkrar athugasemdir vegna breytinga á Hafnargötu 57Flestir starfsmenn United Silicon búsettir í Reykjanesbæ – Hafa greitt laun á réttum tímaÁlag á mokstursfólki – Milljónir á dag í snjómoksturGríðarlegt álag á afgreiðslu HSS – Fólk sýni biðlundVédís Hervör með nýtt lag – Hefur fengið um 100.000 áhorf á nokkrum dögumSólborg Guðbrandsdóttir er upprennandi söngkona – Myndband!Mögulegt að fella ríkisstjórnina vegna HSSBætt afkoma í Vogum – Engar lántökur vegna framkvæmda