Nýjast á Local Suðurnes

Nokkrar athugasemdir vegna breytinga á Hafnargötu 57

Mynd: Skjáskot/Google maps

Niðurstaða grenndarkynningar vegna breytinga á Hafnargötu 57 var tekin fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var í gær. Til stendur að byggja tvær hæðir ofan á núverandi byggingu.

Í fundargerðum ráðsins kemur fram að nokkrar athugasemdir hafi borist vegna erindisins, en meðal annars lítur út fyrir að bílastæði séu teiknuð á lóð Austurgötu 26. Þá var skuggavarp mælt eingöngu þann 20. júní og er það talið ófullnægjandi. Þá er því mótmælt að Austurgata sé gerð að botnlanga.

Ráðið telur ábendingarnar vera réttmætar um villu í afstöðumynd varðandi lóðamörk. þó gert sé ráð fyrir fjölda bílastæða á lóðablaði Austurgötu 26 ,þá fylgja þau ekki Hafnargötu 57. Gildandi lóðablað sýnir skýrt að Austurgata er botnlangi með göngutengingu á lóð Hafnargötu 57. Einnig að eðlilegt er að erindinu hefði fylgt skuggavarp bæði við sumarsólstöður og jafndægur að vori/hausti.

Farið verður fram á að gert sé fullnægjandi skuggavarp og kynnt hlutaðeigandi. Bílastæðamál séu leyst í samráði við Skipulagsfulltrúa en erindinu frestað til afgreiðslu næsta fundar Umhverfis og skipulagsráðs.