Nýjast á Local Suðurnes

Þriggja leikja bann fyrir hreðjatak sem náðist á myndband

Zvon­ko Buljan, leikmaður Njarðvíkur í körfuknattleik, hef­ur verið úr­sk­urðaður í þriggja leikja bann vegna at­viks í leik gegn KR í fyrstu um­ferð Dom­in­os-deild­ar karla.

Niðurstaða aga- og úr­sk­urðar­nefnd­ar er sú að ljóst sé að um ásetn­ing hafi verið að ræða þegar Bulj­an greip í kyn­færi leik­manns KR í leikn­um. Mynd­band af at­vik­inu sýni með óyggj­andi hætti að brot hafi verið framið sem hefði leitt til brott­vís­un­ar, hefði dóm­ari séð það. Vísað til heim­ild­ar nefnd­ar­inn­ar til að dæma þannig vegna aga­brots sem framið hafi verið án vit­und­ar dóm­ara og heim­ild­ar til að byggja á mynd­bands­upp­töku.