Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík úr leik eftir tap gegn KR í háspennuleik

Það verða Grindavík og KR sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik, eftir að Keflavík tapaði gegn KR, 84-86 í fjórða leik liðana í undanúrslitunum í kvöld.

Amin Stevens átti stórleik fyrir Keflavík í kvöld og skoraði 39 stig og tók 19 fráköst, en það dugði ekki til gegn reynslumiklum KR-ingum. Leikurinn var í járnum nær allan tíman og skiptust liðin á að hafa forystu. Lokasekúndurnar voru ótrúlegar, en KR-ingar tryggðu sér sigurinn á síðustu sekúndunum með frábærri körfu Jóns Arnórs Stefánssonar og glæsilegum varnarleik á síðustu sekúndubrotum leiksins.